Ævintýri Þröstur Leó og Gói.
Ævintýri Þröstur Leó og Gói.
Fjölbreytt dagskrá slær upptaktinn að menningarvetrinum í menningarhúsum Kópavogs í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum. Klukkan 12 er í Náttúrufræðistofu Kópavogs boðið upp á fjöltyngda listsmiðju þar sem arabísk leturtákn verða…

Fjölbreytt dagskrá slær upptaktinn að menningarvetrinum í menningarhúsum Kópavogs í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum. Klukkan 12 er í Náttúrufræðistofu Kópavogs boðið upp á fjöltyngda listsmiðju þar sem arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listaverk sem þátttakendur geta tekið með sér heim að henni lokinni. Smiðjan er haldin í samstarfi við Félag kvenna frá Marokkó. Klukkan 13.30 leiðir tónlistarfólkið Tabit Lakh og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir „seiðandi arabíska sveiflu,“ segir í kynningu.

Leikararnir Gói Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson stíga á fjalir Salarins kl. 14 og 15.30 „með glænýja og spennandi ævintýradagskrá fyrir alla fjölskylduna.“ Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf sæti á tix.is.

Fíflast með fíflum nefnist sýning sem myndlistarhópur Hlutverkaseturs, sem er listhópur listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2023, opnar á Bókasafni Kópavogs - aðalsafni kl. 14. Hópurinn býður upp á „viðburði og þátttökuverkefni sem hverfast m.a. um fífilinn svo sem fíflakast, fíflakrítar, fíflaratleik og fíflalega málun á trönum“.

Hönnunarteymið ÞYKJÓ býður upp á skapandi kórónusmiðju í í Gerðarsafni kl. 14.30 þar sem búnar verða til kórónur úr náttúrulegum efniviði. Loks verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fora í Gerðarsafni kl. 15. Þar ætlar Örn Alexander myndlistarmaður að kynna sýningu Rósu Gísladóttur fyrir börnum og fjölskyldum þeirra. Ókeypis er á alla viðburði dagsins.