Norður ♠ G2 ♥ 10864 ♦ ÁK742 ♣ K8 Vestur ♠ K85 ♥ D52 ♦ G10965 ♣ 32 Austur ♠ D1097 ♥ G7 ♦ D83 ♣ D764 Suður ♠ Á643 ♥ ÁK93 ♦ – ♣ ÁG1095 Suður spilar 6♥

Norður

♠ G2

♥ 10864

♦ ÁK742

♣ K8

Vestur

♠ K85

♥ D52

♦ G10965

♣ 32

Austur

♠ D1097

♥ G7

♦ D83

♣ D764

Suður

♠ Á643

♥ ÁK93

♦ –

♣ ÁG1095

Suður spilar 6♥.

„Hann er þá mennskur, eftir allt saman.“ Það var engu líkara en að Magnús mörgæs væri glaður að horfa upp á Michal Klukowski misstíga sig í vörninni. Og það í slemmu. „Ég hef aldrei séð þennan mann taka vitlaust spil áður og svo kemur þessi líka svakalegi fingurbrjótur.“

Slysið átti sér stað í undanúrslitum HM, leik Sviss og Bandaríkjanna. Joe Grue spilaði 6♥ eftir lokaðar sagnir og Klukowski í vestur kom út með tígulgosa. Grue henti spaða í tígulás og tók tvo efstu í trompi. Spilaði síðan laufi á kóng, laufi á ás og gosanum að heiman. Stund sannleikans.

Slemman lekur einn niður ef vestur hendir einfaldlega í slaginn, en einhverra hluta vegna ákvað Klukowski að trompa laufgosann með frítrompinu. Grue gat þá losað sig við spaða úr borði og lagt upp restina.