Bændur Daníel Atli Stefánsson á Þverá og Hilmar Kári Þráinsson á Reykjavöllum kampakátir við lok smalamennskunnar síðdegis í gær.
Bændur Daníel Atli Stefánsson á Þverá og Hilmar Kári Þráinsson á Reykjavöllum kampakátir við lok smalamennskunnar síðdegis í gær. — Morgunblaðið/Atli Vigfússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Smalanir eru hafnar í Suður-Þingeyjarsýslu en í gærmorgun var smalað til Skógaréttar í Reykjahverfi. Réttað verður í dag, laugardag, og er það mál bænda að féð sé vænna en í fyrra. Féð á Skógarétt kemur af Reykjaheiði og gekk mjög vel að ná því saman

Smalanir eru hafnar í Suður-Þingeyjarsýslu en í gærmorgun var smalað til Skógaréttar í Reykjahverfi. Réttað verður í dag, laugardag, og er það mál bænda að féð sé vænna en í fyrra.

Féð á Skógarétt kemur af Reykjaheiði og gekk mjög vel að ná því saman. Hátt í fjörutíu manns mættu til smölunar í gær og yfir tvö þúsund kindum var smalað.

Gangna­menn lögðu af stað upp úr sjö í gær­morg­un en smölunum lauk síðan á fimmta tímanum síðdegis. Sunnan gola var á heiðinni og 13 stiga hiti og rann féð mjög vel til réttar. Þá má búast einnig búast við blíðskaparveðri við réttir í dag.

Í næstu viku verður smalað við Þeistareykjabungu og síðan verður réttað Hraunsrétt næsta laugardag, þann 9. september. Þann sama dag verður einnig dregið í Húsavíkurrétt.