Sigur Guðmundur Tyrfingsson og félagar í Selfossi unnu sætan sigur.
Sigur Guðmundur Tyrfingsson og félagar í Selfossi unnu sætan sigur. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Selfoss vann í gærkvöldi dramatískan 1:0-heimasigur á Gróttu í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum fór Selfoss upp í 23 stig og upp að hlið Gróttu, Þróttar úr Reykjavík og Njarðvíkur í miklum og jöfnum fallslag

Selfoss vann í gærkvöldi dramatískan 1:0-heimasigur á Gróttu í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum fór Selfoss upp í 23 stig og upp að hlið Gróttu, Þróttar úr Reykjavík og Njarðvíkur í miklum og jöfnum fallslag. Spænski varnarmaðurinn Adrián Sánchez skoraði sigurmark Selfyssinga á sjöundu mínútu uppbótartímans og gæti markið reynst gulls ígildi. Þrátt fyrir sigurinn er Selfoss enn í fallsæti, en nú aðeins á markatölu.