Villibráð Skarfur þykir herramannsmatur enda eftirsótt bráð.
Villibráð Skarfur þykir herramannsmatur enda eftirsótt bráð. — Morgunblaðið/Eggert
„Skotveiðitímabilið var að byrja í dag. Það eru mjög margir að fara að veiða um helgina,“ sagði Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Skarfa- og andaveiðitímabilið var að byrja og…

„Skotveiðitímabilið var að byrja í dag. Það eru mjög margir að fara að veiða um helgina,“ sagði Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

„Skarfa- og andaveiðitímabilið var að byrja og svartfuglatímabilið.“ Áki hafði tekið stefnuna norður í land á Melrakkasléttu en þangað á hann ættir að rekja. Veiðilendurnar eru við Rauðanúp, sem er 73 metra hátt bjarg.

„Það er spáð leiðindaveðri þannig að það getur verið að menn séu aðallega að fara núna um helgina á gæs. En nú má skjóta allar tegundirnar fyrir utan rjúpuna. Skarfurinn er dottinn inn og það er eitt besta
villibráðarkjöt sem maður fær.
Maður labbar meðfram ströndinni, veiðir, tínir ber og sveppi og kaupir meðlæti með. Svo veiðir maður fisk í vötnum og lifir eins og villimaður eina helgi. Fyrst þegar við fórum þarna árið 1972 var hvorki rennandi vatn né rafmagn þannig að ættin mín var alin upp við frumbyggjaaðstæður.“

Hreindýraveiðar byrjuðu í júlí en nú hillir undir lok þeirra. Núna eru menn á síðasta snúningi að ná í tarfana. „Hreindýraveiðitímabilið er að færast framar með hlýnandi loftslagi.“ Dagaspursmál er hvort kjöt af föllnum törfum er hæft til átu.

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í nóvember í fyrra en ekki liggur ljóst fyrir hvenær það hefst nú.