Ráðherrann Willum Þór Þórsson tekur til máls á athöfninni í gær.
Ráðherrann Willum Þór Þórsson tekur til máls á athöfninni í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samvinnuverkefninu Gulum september var hrint af stokkunum í gær en þar er hvatt til vitundarvakningar varðandi geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Verkefnið er samvinnuverkefni stofnana og…

Samvinnuverkefninu Gulum september var hrint af stokkunum í gær en þar er hvatt til vitundarvakningar varðandi geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Verkefnið er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka en hægt er að lesa um verkefnið á síðu hjá Embætti landlæknis og á slóðinni gulurseptember.is.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir tóku þátt í því að koma verkefninu af stað í Kringlunni í gær en ýmislegt verður gert í september til að minna á mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

„Við lögðum upp með að hafa þetta bara stutt í dag [í gær] en komum skilaboðunum á framfæri. Alma og Willum Þór tóku bæði til máls og klæddust gulu til að sýna verkefninu stuðning,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Landlæknisembættinu.

 Hjálparsími Rauða krossins: 1717 er ávallt opinn og trúnaði heitið.