Verið var að flytja flugurnar með bíl.
Verið var að flytja flugurnar með bíl.
Bregðast þurfti skjótt við eftir að um fimm milljón býflugur féllu í geymslukössum á þjóðveg í Ontario í Kanada, en kassarnir fóru á flug þegar festingar þeirra losnuðu skyndilega. Var lögreglu þegar gert viðvart um óhappið og kölluðu lögreglumenn eftir aðstoð sérfræðinga í meðhöndlun býflugna

Bregðast þurfti skjótt við eftir að um fimm milljón býflugur féllu í geymslukössum á þjóðveg í Ontario í Kanada, en kassarnir fóru á flug þegar festingar þeirra losnuðu skyndilega. Var lögreglu þegar gert viðvart um óhappið og kölluðu lögreglumenn eftir aðstoð sérfræðinga í meðhöndlun býflugna. Einn þeirra er maður að nafni Michael Barber.

„Það voru sennilega um fjörutíu býflugnabú á vörubílnum og um tuttugu þeirra féllu af þegar ökumaður brást í skyndi við til að koma í veg fyrir árekstur við dádýr,“ sagði hann í samtali við CNN. „Þegar ég svo mætti á vettvang þá ræddi ég við býflugnabóndann sem lenti í þessu og saman tókst okkur að skipuleggja næstu skref.“