Friðrik Sigurbjörnsson fæddist 2. september 1923 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Þorkelsson, f. 1885, d. 1981, kaupmaður í Vísi við Laugaveg, og Unnur Haraldsdóttir, f. 1904, d. 1991.
Að loknu lögfræðiprófí árið 1953 var Friðrik skipaður lögreglustjóri í Bolungarvík, og gegndi hann því starfí í tíu ár. Hann var jafnframt oddviti Hólshrepps um tíma og formaður sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs í Bolungarvík. Hann var einnig formaður Bókasafns Hólshrepps í nokkur ár, og í náttúruvemdarráði N-Ísafjarðarsýslu um skeið.
Friðrik var blaðamaður við Morgunblaðið árin 1963-1972, en var síðan prófstjóri við Háskóla Íslands um langt árabil. Hann starfaði einnig við Ríkisútvarpið.
Jafnhliða blaðamennsku og prófstjórastörfum stundaði hann þýðingar og ýmis lögfræðistörf.
Friðrik var mikill bókamaður og iðkaði málaralist í tómstundum sínum. Hann samdi einnig leikrit.
Eiginkona Friðriks var Halldóra Helgadóttir, f. 1932, d. 2005. Þau eignuðust þrjú börn.
Friðrik lést 20. mars 1986.