John Eliot Gardiner
John Eliot Gardiner
Breski hljómsveitarstjórinn Sir John Eliot Gardiner hefur sagt sig frá öllum tónlistarverkefnum fram á næsta ár og hyggst leita sér faglegrar aðstoðar. Þessu greinir BBC frá

Breski hljómsveitarstjórinn Sir John Eliot Gardiner hefur sagt sig frá öllum tónlistarverkefnum fram á næsta ár og hyggst leita sér faglegrar aðstoðar. Þessu greinir BBC frá. Eins og fjallað var um hér í blaðinu fyrir viku vakti það hörð viðbrögð þegar Gardiner kýldi söngvara á tónleikum á tónlistarhátíð í Frakklandi þar sem óperan Les Troyens eftir Berlioz var flutt með Monteverdi-kórnum og Révolutionnaire et Romantique-sveitinni. Um var að ræða fyrstu tónleikana í fyrirhuguðu tónleikaferðalagi um Evrópu, sem Gardiner hefur nú sagt sig frá. Í fyrstu kenndi hann miklum hita og nýjum lyfjum um framferði sitt, en hefur nú beðist afsökunar. Í yfirlýsingunni viðurkennir Gardiner að hann hefði átt að leita sér faglegrar aðstoðar fyrr. „Ég er miður mín yfir framferði mínu og staðráðinn í því að læra af mistökum mínum,“ skrifar Gardiner.