Spaugileg Sísí Ingólfsdóttir.
Spaugileg Sísí Ingólfsdóttir.
Síðasti sýningardagur Sísíar Ingólfsdóttur í Dýflissunni, nýju galleríi í kjallara bókabúðar Sölku á Hverfisgötu, er í dag. Sísí sýnir þar verk úr nýútkominni bók sinni, Hinni íslensku litabók, þar sem hún teiknar Ísland og Íslendinga frá spaugilegum sjónarhornum

Síðasti sýningardagur Sísíar Ingólfsdóttur í Dýflissunni, nýju galleríi í kjallara bókabúðar Sölku á Hverfisgötu, er í dag. Sísí sýnir þar verk úr nýútkominni bók sinni, Hinni íslensku litabók, þar sem hún teiknar Ísland og Íslendinga frá spaugilegum sjónarhornum. Í bókinni má finna 54 myndir sem sýna íslenska náttúru, þjóðlíf, menningu og ýmis sérkenni íslensku þjóðarinnar. Þöglu uppboði á myndunum lýkur einnig í dag.