— AFP/Daniel Leal
Dansarar frá bandaríska danshópnum Bandaloop dansa utan á dómkirkju Páls í London við setningu Bartholomew-vefnaðarkaupstefnunnar sem snúin er aftur eftir langa fjarveru. Saga kaupstefnunnar nær aftur á 12

Dansarar frá bandaríska danshópnum Bandaloop dansa utan á dómkirkju Páls í London við setningu Bartholomew-vefnaðarkaupstefnunnar sem snúin er aftur eftir langa fjarveru. Saga kaupstefnunnar nær aftur á 12. öld og var hún að jafnaði haldin árlega síðsumars frá 1133 og varð fljótlega umfangsmesta kaupstefna sinnar tegundar í Bretlandi. Árið 1855 var sett bann við kaupstefnunni vegna hættu á opinberum óeirðum í borginni. Kaupstefnan hefur ratað inn í breskar bókmenntir, sem dæmi gerist leikritið Bartholomew Fair (1614) eftir Ben Jonson á kaupstefnunni og í skáldsögunni Moll Flanders (1722) eftir Daniel Defoe hittir titilpersónan þar vel klæddan herramann.