Nýsköpun Fjölbreyttar náttúruauðlindir í neytendaumbúðum.
Nýsköpun Fjölbreyttar náttúruauðlindir í neytendaumbúðum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Mín skoðun er sú að flest félög í þessari atvinnugrein á Íslandi eru of lítil til að gera alvöru atlögu að útrás. Þetta er eitt af þeim skrefum sem við höfum áhuga á að taka til að gera stórt náttúruvörufélag á Íslandi. Af því að við teljum að náttúra Íslands eigi mikið erindi við heilsu heimsins,“ segir Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis sem framleiðir viðurkennd jurtalyf og lækningavörur.

Hörður Vilberg

hordur@mbl.is

„Mín skoðun er sú að flest félög í þessari atvinnugrein á Íslandi eru of lítil til að gera alvöru atlögu að útrás. Þetta er eitt af þeim skrefum sem við höfum áhuga á að taka til að gera stórt náttúruvörufélag á Íslandi. Af því að við teljum að náttúra Íslands eigi mikið erindi við heilsu heimsins,“ segir Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis sem framleiðir viðurkennd jurtalyf og lækningavörur.

Auðlindir Íslands nýttar

Samkomulag liggur nú fyrir um sameiningu fyrirtækjanna Florealis og SagaNatura. Við samrunann eignast núverandi hluthafar SagaNatura 64,5% í Florealis og verður félagið rekið á kennitölu Florealis. Það er m.a. gert vegna lyfjamarkaðsleyfa í eigu Florealis. Starfsstöð félagsins verður í húsnæði SagaNatura í Hafnarfirði. Samruninn bíður samþykkis hluthafa félaganna. Velta sameiginlegs félags er áætluð um 450 milljónir króna á þessu ári. Starfsmenn verða 10 talsins.

Framleiðsla íslenskra fyrirtækja á náttúruvörum á um 30 ára sögu. „Það eru fjölmargar auðlindir sem verið er að nýta á Íslandi, bæði úr hafi, á landi og úr iðrum jarðar. En oft eru fyrirtækin að einbeita sér að ákveðnum afurðum og innihaldsefnum. Til dæmis kollagen, þara, ensímum og jurtum. Við eigum mikið af góðum vörum en þegar kemur að því að selja og markaðssetja þessar vörur á erlendum mörkuðum þá vantar yfirleitt slagkraftinn.“

Það vantar aukið fjármagn í greinina til að geta blásið til öflugrar sóknar. „Í raun og veru þá er það það sem flest þessi félög eru að glíma við. Það er þörf á aukinni samvinnu og þess vegna erum við að taka þetta skref með samruna Saga Natura og Florealis,“ segir Karl og útilokar ekki fleiri samruna fyrirtækja sem framleiða náttúruvörur. Hann telur vaxtartækifæri vera til staðar en það kosti mikla vinnu að nýta þau og styrkja verði dreifileiðir inn á erlenda markaði. Það kostar mikla fjármuni, þolinmæði og þekkingu sem við erum að þjappa þarna saman. Til að efla bæði vöruþróun og markaðs- og sölustarfsemi.“

Sala víða um heim

Fyrirtækin sem taka nú höndum saman hafa verið að selja vörur sínar víða. „Bæði á Norðurlöndunum, Norður-Ameríku, í Evrópu og eitthvað til Asíu en við viljum gera það á stærri skala og með markvissari hætti,“ segir Karl.

Florealis er eina íslenska fyrirtækið sem hefur verið að selja jurtalyf, sem er viðurkenndur lyfjaflokkur. Til þess þarf að uppfylla strangar kröfur. Nú er unnið að því að teikna upp mynd af því hvernig framtíðarskipulagi sameinaðs félags verði háttað og hver muni leiða það. „Það eru sterkir fjárfestar innan beggja félaga sem hafa trú á þeim og þessum markaði.“

Höf.: Hörður Vilberg