Ferðalag Eitt verka Jakobs Veigars.
Ferðalag Eitt verka Jakobs Veigars.
Tvær sýningar eru opnaðar í Listasafni Árnesinga í dag. Þetta eru Kosmos / Kaos með verkum eftir Ragnheiði Jónsdóttur sem Daría Sól Andrews sýningarstýrir og Megi hönd þín vera heil með verkum eftir Jakob Veigar Sigurðsson sem unnin er í samstarfi…

Tvær sýningar eru opnaðar í Listasafni Árnesinga í dag. Þetta eru Kosmos / Kaos með verkum eftir Ragnheiði Jónsdóttur sem Daría Sól Andrews sýningarstýrir og Megi hönd þín vera heil með verkum eftir Jakob Veigar Sigurðsson sem unnin er í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann.

„Verk hennar eru beitt og fersk og hróplega áríðandi í umhverfis- og samfélagsmálum nútímans,“ segir í kynningu á sýningu Ragnheiðar, en ítarlega er rætt við hana í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þessa helgina.

Megi hönd þín vera heil er saga af ferðalagi frá Íslandi til Írans. Saga af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldurs. Ferðalag til eins af elstu menningarheimum veraldar þar sem hann fann hluta af sjálfum sér í landslagi töluvert frábrugðnu hans eigin. Saga af ást sem glataðist, á meðan hann safnaði sögum og efni frá hirðingjum og handverksfólki um allt Íran. Allt frá skítugum mottum, ómetanlegum vefnaði og útsaumi sem hann notar til að skapa sína persónulegu og einstöku veröld,“ segir um verk Jakobs.