— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvernig lýsir þú tónlistinni þinni? Ég á erfitt með að skilgreina hana, en hún er einhvers konar rafpopp. Ég vinn mikið með lúpp-pedala, marglaga raddútsetningar, synta og hljómborð. Ég sem tónlistina í tölvunni á flakki hvar sem ég er

Hvernig lýsir þú tónlistinni þinni?

Ég á erfitt með að skilgreina hana, en hún er einhvers konar rafpopp. Ég vinn mikið með lúpp-pedala, marglaga raddútsetningar, synta og hljómborð. Ég sem tónlistina í tölvunni á flakki hvar sem ég er. Þetta er mikið púsl úr upptökum í „lélegum“ gæðum sem búa til góða áferð.

Hver er þinn bakgrunnur í tónlist?

Ég lærði á píanó í tíu ár og söng mikið með og samdi. Ég var líka aðeins á saxófón og svo fór ég á pródúseringanámskeið fyrir ungar konur í Reykjavík árið 2020 og þá fór allt af stað. Ég gat þá sett tónlistina í form og búið til heildstæðari verk.

Starfar þú við tónlist?

Já, en aðallega starfa ég við leikstjórn, en ég hef verið að leikstýra í Danmörku. Ég flakka á milli verkefna. En nú hef ég getað einbeitt mér að tónlistinni og það er farið að rúlla aðeins.

Býrðu á Íslandi eða Danmörku?

Í bý aðallega í Sviss en tek að mér verkefni á Íslandi og Danmörku. Ég vinn mikið með Kristjáni Ingimarssyni sem er með leikhóp og sjálfstætt leikhús í Danmörku. Það er geggjað gigg fyrir mig og rosalega gaman.

Hvort heillar þig meira, tónlist eða leikstjórnin?

Núna er það tónlistin. Ég gaf út stuttskífu í júlí sem ég pródúseraði sjálf og heitir (v2,2). Það er sérstaklega gaman að fara á svið en ég er búin að fara mikið á milli hátíða í sumar. Það er hin hliðin á tónlistinni, að flytja hana fyrir fólk.

Er ekki erfitt að flytja þessa raftónlist í lifandi flutningi?

Jú, það er mikil áskorun hvernig útsetningu ég vil búa til fyrir svið.

Ertu spennt fyrir tónleikunum á þriðjudag?

Já, ég hlakka mikið til. Þetta er svo flott framtak að gefa grasrótarlistamönnum tækifæri.

Tónlistarhúsið Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar. Á fyrstu tónleikum Upprásarinnar koma fram Róshildur, Flaaryr og virgin orchestra. Anna Róshildur, sviðshöfundur og tónlistarkona, gefur út tónlist undir nafninu Róshildur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í Kaldalóni á þriðjudag, 5. febrúar. Miðar fást á tix.is.