Villingur Andartak (Arnór Kári)
Villingur Andartak (Arnór Kári)
Andartak (Arnór Kári) býður til tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 19.30. Arnór Kári skoðar hinar ýmsu leiðir til listrænnar tjáningar í gegnum raftónlist, myndlist, ljóðlist og ljósmyndun, að því er segir í fréttatilkynningu

Andartak (Arnór Kári) býður til tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 19.30. Arnór Kári skoðar hinar ýmsu leiðir til listrænnar tjáningar í gegnum raftónlist, myndlist, ljóðlist og ljósmyndun, að því er segir í fréttatilkynningu.

Markmið Andartaks er að bjóða listunnendum upp á töfrandi upplifun, innsýn í eigin vitund, með það fyrir augum að einstaklingurinn öðlist líkamlega heilun og svör við stóru spurningum lífsins, „já, eða einfaldlega dansað eins og leikræni villingurinn sem við höfum öll að geyma í berskjaldaðri hjartastöðinni“.

Á morgun býður svo tónlistarmaðurinn Diego Manatrizio krökkum á aldrinum 10-15 ára að mæta í Mengi milli kl. 12 og 14 í tilraunakennda tónlistarsmiðju. Skrá þarf þátttöku sína fyrirfram.