Hólskirkja
Hólskirkja — Morgunblaðið/Sigurður Bogi.
AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Séra Þóra Björg þjónar, Hilmar Örn er organisti og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng. ÁRBÆJARKIRKJA | Hversvegna-messa? kl

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Séra Þóra Björg þjónar, Hilmar Örn er organisti og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng.

ÁRBÆJARKIRKJA | Hversvegna-messa? kl. 11 þar sem liðir guðsþjónustunnar verða útskýrðir. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Kaffisopi og spjall eftir stundina.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína í umsjá Emmu og Þorsteins. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Fermingarbörn næsta vors boðin velkomin ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum, verður fermingarstarf vetrarins kynnt á stuttum fundi í messulok. Hressing í Ási eftir messu.

BESSASTAÐASÓKN | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Lærisveinar hans. Sr. Hans Guðberg, Vilborg Ólöf djákni og Eva Lín.

BORGARNESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta 3. september kl. 11.

BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudag kl. 11 fer fram fjölskylduguðsþjónusta. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Daníel Ágúst Gautason djákni og séra Þorvaldur Víðisson leiða stundina ásamt messuþjónum. Að viku liðinni munu barnamessurnar hefjast að nýju klukkan 11.

DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar. Arngerður María Árnadóttir er organisti. Súpa eftir messu.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra boðin velkomin. Messukaffi í safnaðarheimilinu.

FELLA- og Hólakirkja | Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 11.Guðsþjónustan er sameiginleg á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur organisti og félagar úr Kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar og félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Kaffi og konfekt í hlöðunni eftir stundina.

GRAFARVOGSKIRKJA | Seinasta kaffihúsamessa sumarsins sunnudag kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi og meðlæti.Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.Umsjón hefur Ásta Jóhanna Harðardóttir.Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Dagur kærleiksþjónustunnar. Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuhópi. Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju annast tónlist og söng. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Þriðjudagur 5.9.: Kyrrðarstund kl. 12. Tekið á móti fyrirbænarefnum. Fimmtudagur 7.9.: Iðkun kyrrðarbænar kl. 18.15-18.45. Tólf spora starf Vina í bata kl. 19.15-21.15, opinn fundur.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11.Prestur er María Rut Baldursdóttir, hún og Tinna Rós leiða stundina. Íris Rós sér um tónlistina. Kaffi, djús og kex í boði eftir stundina.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttur djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.Tónlist: Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum. Hin árlega haustmessa í Krýsuvíkurkirkju kl. 14. Sr. Jónína Ólafsdóttir messar og Kári Þormar leikur á orgel. Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur. Kaffi og málverkasýning í Sveinshúsi á eftir.Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf sunnudag kl. 11. Prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, setur séra Eirík Jóhannsson inn í embætti prests við Hallgrímskirkju. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng. Barnastarfið er í umsjá Ragnheiðar Bjarnadóttur, Rósu Hrannar Árnadóttur og Láru Ruth Clausen.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kristján Hrannar Pálsson er organisti og Kordia annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Kaffi á eftir.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Hildur Sigurðardóttir leiðir stundina. Arngerður María Árnadóttir er organisti. Kaffisopi eftir stundina.

HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Fundur með foreldrum fermingarbarna að messu lokinni.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöld kl. 20. Kór Keflavíkurkirkju, ásamt hljómsveit, flytur U2 messu. Kórmeðlimir hafa samið nýja trúarlega texta við lög U2. Arnór B. Vilbergsson organisti útsetti og stjórnar. Hljómsveitina skipa: Sólmundur Friðriksson, bassi, Þorvaldur Halldórsson, trommur og Þorvarður Ólafsson, gítar. Sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson flytja hugleiðingu, leiða bænir og gefa blessun.

KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.

KRÝSUVÍKURKIRKJA | Árleg haustmessa sunnudag kl. 14 en þar verður altaristafla kirkjunnar, Upprisa eftir Svein Björnsson, tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún mun hafa vetursetu í kirkjuskipinu.

Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar, Kári Þormar er organisti og Elfa Dröfn Stefánsdóttir leiðir söng. Messukaffi í Sveinshúsi, en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist KONAN MÍN, en á sunnudaginn er síðasti sýningardagur Sveinssafns þetta sumar.

LANGHOLTSKIRKJA | Upphafsmessa vetrarstarfsins. Fyrsti sunnudagaskóli og messa kl. 11.Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar í messunni ásamt messuþjónum. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Léttur hádegisverður.

LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli 3. september kl. 11. Prestur er Hjalti Jón Sverrisson. Organisti er Elísabet Þórðardóttir. Kirkjukór Laugarneskirkju syngur. Kirkjukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

MOSFELLSPRESTAKALL | Kvöldmessa kl. 20 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsönginn. Organisti er Kristján Hrannar. Meðhjálpari er Andrea Gréta Axelsdóttir. Hressing í skrúðhúsi eftir messu.

NESKIRKJA | Messa 3. september kl. 11. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tómas Guðni spilar á píanóið.Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Uppskeruguðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Grænmetismarkaður til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar innanlandsaðstoð. Sunnudagaskóli kl. 13. Veitingar í safnaðarheimilinu. Morgunkaffi á miðvikudag kl. 9-11.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11 með altarisgöngu, sögustund fyrir börnin og kaffisopa á eftir. Bergþóra Ragnarsdóttir er með sögu og skemmtilegt efni í messunni fyrir börnin. Fermingarbörnin fá afhentan kirkjulykil með verkefnum um messu og kirkju. Jón Bjarnason er organisti. Sr. Kristján Björnsson prédikar. Kaffisopa í Gestastofunni eftir messu.

VÍDALÍNSKIRKJA | Hinn 3. september hefst vetrarstarf Garðasóknar. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir og Trausti Jónsson stjórna. Messukaffi. Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11. Sr. Matthildur Bjarnadóttir og Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi leiða stundina. Barnakórar kirkjunnar undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Ingvars Alfreðssonar. Sigga Ózk syngur. Messukaffi á eftir.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð kl. 11 í umsjá sr. Braga J. Ingibergssonar og Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Kaffihressing.