Meiddur Sverrir Ingi missir af landsleikjunum í september.
Meiddur Sverrir Ingi missir af landsleikjunum í september. — Morgunblaðið/Eyþór
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn Lúxemborg og Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024. Þetta tilkynnti KSÍ á samfélagsmiðlum sínum í gær. Guðmundur Þórarinsson hefur verið kallaður inn í…

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn Lúxemborg og Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024. Þetta tilkynnti KSÍ á samfélagsmiðlum sínum í gær. Guðmundur Þórarinsson hefur verið kallaður inn í hans stað en hann er samningsbundinn OFI Krít í Grkklandi og á að baki 12 A-landsleiki. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 7. september og Bosníu á Laugardalsvelli 11. september.