Ammæli Evanescence lagði á dögunum upp í tónleikaferðalag um Ástralíu, þar sem því verður fagnað að í ár eru 20 ár frá útgáfu fyrstu breiðskífu bandarísku rokksveitarinnar, Fallen. Amy Lee söngkona skellti sér af þessu tilefni í viðtal við Today og…
Ammæli Evanescence lagði á dögunum upp í tónleikaferðalag um Ástralíu, þar sem því verður fagnað að í ár eru 20 ár frá útgáfu fyrstu breiðskífu bandarísku rokksveitarinnar, Fallen. Amy Lee söngkona skellti sér af þessu tilefni í viðtal við Today og sagði ótrúlegt að 20 ár væru liðin og að hún væri óendanlega þakklát fyrir að hafa enn tækifæri til að búa til tónlist og eignast nýja aðdáendur. Risamellurinn Bring Me To Life af Fallen er nú kominn með milljarð áhorfa á YouTube. „Það er rosalegt, alveg galið,“ sagði Lee.