Anna Hrefna Ingimundardóttir
Anna Hrefna Ingimundardóttir
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar í Viðskiptablaðið um vaxtamál og bendir á að „neikvæðir raunvextir í hagkerfi sem býr við spennu og verðbólgu væru líklega ranga meðalið.“ Þetta voru viðbrögð við ummælum formanns VR, sem segist vilja lækka kostnað við að lifa.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar í Viðskiptablaðið um vaxtamál og bendir á að „neikvæðir raunvextir í hagkerfi sem býr við spennu og verðbólgu væru líklega ranga meðalið.“ Þetta voru viðbrögð við ummælum formanns VR, sem segist vilja lækka kostnað við að lifa.

Og hún bendir á annað: „Langsamlega stærsti útgjaldaliður heimilanna er húsnæðiskostnaður. Hátt húsnæðisverð og mikill vaxtakostnaður er að miklu leyti heimatilbúinn vandi sem við vitum að þarf að leysa. Þó margt jákvætt megi finna í nýrri Hvítbók um húsnæðismál er sláandi hversu stór hluti uppbyggingarinnar á að vera á forræði yfirvalda. Heilbrigð íbúðauppbygging ætti að eiga sér stað á markaðslegum forsendum, byggð á skilvirku ferli og fjárhagslegum hvötum. Húsnæði verður nefnilega ekki hagkvæmt þó það sé niðurgreitt af skattgreiðendum. Og uppbyggingu verður ekki flýtt án þess að byggingarhæfar lóðir séu til taks og tiltekt eigi sér stað í regluverki og stjórnsýslu sem styttir allt framkvæmdaferlið. Þar ætti fókus yfirvalda að vera.“

Þetta er lykilatriði í því að ná niður vöxtum og verðbólgu hér á landi og bæta lífskjör almennings. Markaðurinn verður að fá að leysa húsnæðisvandann og bjóða upp á hagkvæmt íbúðarhúsnæði, en til þess þarf nægt framboð af hentugum og hagkvæmum lóðum. Þéttingarstefna meirihlutans í Reykjavík leyfir þetta ekki og á meðan svo er verður vandinn á húsnæðismarkaðnum tæpast leystur.