— AFP/Gabriel Bouys
Það er ávallt mikið um dýrðir í Feneyjum fyrsta sunnudag í september á hverju ári, en þá er hin „sögulega bátasýning“ (ít. Regata Storica) haldin. Borgarbúar klæða sig þá að hætti miðaldamanna og róa út á gondólum sem hafa verið smíðaðir að fyrirmynd fyrri alda

Það er ávallt mikið um dýrðir í Feneyjum fyrsta sunnudag í september á hverju ári, en þá er hin „sögulega bátasýning“ (ít. Regata Storica) haldin. Borgarbúar klæða sig þá að hætti miðaldamanna og róa út á gondólum sem hafa verið smíðaðir að fyrirmynd fyrri alda. Viðburðurinn vekur jafnan mikla athygli á Ítalíu, og er m.a. sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu.