Ráðherra Lilja Alfreðsdóttir er með samkeppnismálin á sinni könnu.
Ráðherra Lilja Alfreðsdóttir er með samkeppnismálin á sinni könnu. — Morgunblaðið/Kristófer
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og viðskiptaráðherra mun ekki tjá sig um samráð flutningafyrirtækjanna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar um árabil. Málið er á borði áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og viðskiptaráðherra mun ekki tjá sig um samráð flutningafyrirtækjanna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar um árabil. Málið er á borði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

„Meðan málið er í ferli hjá áfrýjunarnefndinni mun ég ekki tjá mig um það,“ segir Lilja en samkeppnismál heyra undir Lilju og gæti hún gert sig vanhæfa til að fjalla um málið tjái hún sig á þessu stigi. Samkeppniseftirlitið sakar Samskip um að hafa haft ólögmætt samráð við Eimskip yfir langt tímabil en hægt er að áfrýja til áfrýjunarnefndarinnar.

Viðbrögð Samskipa og fleiri fréttir af málinu er að finna á mbl.is. veronika@mbl.is