— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Byggingu nýja hótelsins á Þengilshöfða við Grenivík miðar markvisst áfram og er stefnt að því að hótelið verði opnað fyrir gestum næsta sumar

Byggingu nýja hótelsins á Þengilshöfða við Grenivík miðar markvisst áfram og er stefnt að því að hótelið verði opnað fyrir gestum næsta sumar.

Framkvæmdir hófust fyrir þremur og hálfu ári, en Björgvin Björgvinsson, einn eigenda hótelsins, segir byggingu þess flókið og tímafrekt verkefni þar sem því sé ætlað einstakt útlit sem veki athygli fólks.

Á hótelinu verða fjörutíu herbergi sem rúma 80-90 gesti, en gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldi hótelsins verði á bilinu 50-70. Að sögn Björgvins verður hótelið eins konar ævintýrahótel þar sem verður meðal annars boðið upp á þyrluskíði að vetri til og hjóla-, hesta- og gönguferðir á sumrin.