Útivistarsvæði Á Reynisvatnsheiði við Grafarholtið í Reykjavík.
Útivistarsvæði Á Reynisvatnsheiði við Grafarholtið í Reykjavík. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
mso-fareast-font-family:Calibri;mso-hansi-font-family:Calibri;mso-bidi-font-family: Calibri">Huga verður sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og til þess eru sveitarfélög hvött

Huga verður sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og til þess eru sveitarfélög hvött. Þetta segir í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Patreksfirði um helgina. Þar segir að vanmetið sé hvað græn svæði hafa mikla þýðingu fyrir lífsgæði allra landsmanna. Þau bæti skjól í og við þéttbýli, hvetji til útivistar og fjölskyldusamveru og stuðli að bættri geðheilsu.

Jafnframt séu mikil verðmæti fólgin í grænum svæðum, bæði í trjánum sjálfum sem og þeim áhrifum sem þau hafa á nærsamfélagið. Bæði sveitarfélög og íbúar njóta góðs af því. Þá sé kolefnisbinding trjágróðurs mikilvægt loftslagsmál.

Verndun grænna reita er sjónarmið sem við vildum minna á. Víða um land er nú gengið á skógarreiti sem hefur tekið áratugi að rækta. Þetta er í Reykjavík, Garðabæ, Akureyri og jafnvel víðar. Skógarlundir hafa mikilvægt hlutverk, nú þegar byggt er þéttar og margir eru í fjölbýlishúsum. Einmitt þá skipta græn útivistarsvæði samfélagið meira máli, segir Jónatan Garðarsson, sem á fundinum vestra var endurkjörinn formaður SÍ.

Í ályktun er innviðaráðherra svo hvattur til breyta skipulagslögum svo ljóst sé hvort og hvenær skógrækt sé háð framkvæmdaleyfi sveitarfélags. Ferlið megi ekki vera íþyngjandi úr hófi. sbs@mbl.is