Burning Man Gestir hátíðarinnar virða hér fyrir sér tvöfaldan regnboga.
Burning Man Gestir hátíðarinnar virða hér fyrir sér tvöfaldan regnboga. — AFP/Julie Jammot
Tugþúsundir voru strandaglópar í gær í Black Rock-eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna, en hin árlega Burning Man-hátíð fór þar fram um helgina. Úrhellisrigning var hins vegar alla helgina, sem breytti hátíðarsvæðinu í leðjusvað og kviksyndi, og er lögreglan með eitt mannslát til rannsóknar

Tugþúsundir voru strandaglópar í gær í Black Rock-eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna, en hin árlega Burning Man-hátíð fór þar fram um helgina. Úrhellisrigning var hins vegar alla helgina, sem breytti hátíðarsvæðinu í leðjusvað og kviksyndi, og er lögreglan með eitt mannslát til rannsóknar.

Á myndum sem dreift var á samfélagsmiðlum mátti sjá gesti hátíðarinnar fasta í leðjunni, og notuðu sumir þeirra svarta ruslapoka sem stígvél. Þá áttu bílar erfitt með að komast leiðar sinnar. Áætlað er að um 70.000 manns hafi sótt hátíðina að þessu sinni, en hún er helguð hvers kyns „gagnmenningu“.

Hátíðinni var hins vegar aflýst í gær vegna veðursins. Leituðu yfirvöld í Nevada-ríki allra leiða í gær til þess að koma fólki heilu á húfi frá svæðinu.