Akureyri Leikmenn ÍA fagna einu af þremur mörkum sínum í 3:2-sigri á Þór frá Akureyri á laugardag. Með sigrinum fór ÍA á topp 1. deildar.
Akureyri Leikmenn ÍA fagna einu af þremur mörkum sínum í 3:2-sigri á Þór frá Akureyri á laugardag. Með sigrinum fór ÍA á topp 1. deildar. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
ÍA gerði góða ferð á Akureyri og lagði þar Þór að velli, 3:2, í 20. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardag. Með sigrinum fóru Skagamenn á topp deildarinnar þar sem ÍA er nú með 43 stig og þriggja stiga forskot á Aftureldingu í öðru sæti,…

ÍA gerði góða ferð á Akureyri og lagði þar Þór að velli, 3:2, í 20. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardag.

Með sigrinum fóru Skagamenn á topp deildarinnar þar sem ÍA er nú með 43 stig og þriggja stiga forskot á Aftureldingu í öðru sæti, en Mosfellingar hafa verið á toppnum nær allt tímabilið.

Leiknir úr Reykjavík heimsótti Njarðvík og vann sterkan 4:2-sigur.

Leiknir tryggði sér með sigrinum sæti í umspili liðanna í 2.-5. sæti um laust sæti í Bestu deildinni. Liðið er sem stendur í fimmta sæti með 32 stig.

Þriðji útisigurinn leit dagsins ljós í Kórnum þegar Ægir úr Þorlákshöfn og Vestri mættust í Kópavoginum vegna slæmra veðurskilyrða í Þorlákshöfn. Vestri vann gífurlega öruggan sigur, 5:0.

Um leið tryggði Vestri sér einnig sæti í umspilinu og er sem stendur í fjórða sæti með 33 stig.