Vandi þeirra sem vilja kollvarpa fyrirkomulaginu í íslenskum sjávarútvegi er sá að hér hefur tekist að koma á skynsamlegri skipan, ólíkt því sem víðast þekkist. Og eflaust er það þess vegna sem ráðherra hefur við umfangsmikla skýrslugerð látið fjalla um allt annað en samanburð á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu og þeim erlendu.

Vandi þeirra sem vilja kollvarpa fyrirkomulaginu í íslenskum sjávarútvegi er sá að hér hefur tekist að koma á skynsamlegri skipan, ólíkt því sem víðast þekkist. Og eflaust er það þess vegna sem ráðherra hefur við umfangsmikla skýrslugerð látið fjalla um allt annað en samanburð á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu og þeim erlendu.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafa í meginatriðum þrennt um skýrslu matvælaráðherra að segja:

1 Íslenska fiskveiðistjórnarkerfið, þar sem aflamarki er úthlutað með varanlegum og framseljanlegum veiðiheimildum, er að mati skýrsluhöfunda það kerfi sem best er og hefur skilað miklum verðmætum til íslensks samfélags.

2 Enn er á það minnt í skýrslunni að innköllun og uppboð aflaheimilda, sem oft er ranglega kallað markaðsleið, hafi í öllum meginatriðum mistekist í þeim ríkjum sem reynt hafa.

3 Ráðstöfun ríkisins á 5,3% aflaheimilda í ýmiss konar verkefni, líkt og strandveiðar, byggðapotta og ívilnanir, er í öllum verulegum atriðum, samkvæmt umfjöllun skýrslunnar, án ásættanlegs árangurs eða efnahagslegs ábata.

Samkvæmt þessu mætti gera fiskveiðistjórnarkerfið enn skilvirkara, en umræðan snýst iðulega um að gera það óskilvirkara.