Paul McCartney
Paul McCartney
Þýski hljóðfæraframleiðandinn Höfner hefur hleypt af stokkunum leit að fyrsta Höfner-bassanum sem bítillinn Paul McCartney eignaðist. McCartney keypti bassann í Hamborg árið 1961 á um 30 sterlingspund, og notaði hann bassann í sumum af fyrstu…

Þýski hljóðfæraframleiðandinn Höfner hefur hleypt af stokkunum leit að fyrsta Höfner-bassanum sem bítillinn Paul McCartney eignaðist.

McCartney keypti bassann í Hamborg árið 1961 á um 30 sterlingspund, og notaði hann bassann í sumum af fyrstu upptökum Bítlanna, þar á meðal í lögunum Love Me Do og She Loves You. Höfner gaf McCartney annan bassa árið 1963, og notaði Bítillinn þá jöfnum höndum næstu árin.

Bassinn frá 1961 hvarf hins vegar þegar Bítlarnir voru í upptökum í janúar 1969 og hefur ekkert spurst til hans síðan. Scott Jones, einn af forsprökkum leitarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í gær að frá því að leitin hófst á föstudaginn hefði Höfner borist fjöldi álitlegra ábendinga um afdrif bassans.