Norður ♠ Á32 ♥ ÁD4 ♦ 54 ♣ ÁG876 Vestur ♠ 985 ♥ 532 ♦ ÁG ♣ K9532 Austur ♠ 106 ♥ 10986 ♦ D1098732 ♣ – Suður ♠ KDG74 ♥ KG7 ♦ K6 ♣ D104 Suður spilar 4-6♠

Norður

♠ Á32

♥ ÁD4

♦ 54

♣ ÁG876

Vestur

♠ 985

♥ 532

♦ ÁG

♣ K9532

Austur

♠ 106

♥ 10986

♦ D1098732

♣ –

Suður

♠ KDG74

♥ KG7

♦ K6

♣ D104

Suður spilar 4-6♠.

„Merkilegt spil,“ sagði Óskar ugla og beindi gulum augunum til lofts: „Fjórir spaðar vinnast aldrei en sex spaðar standa á borðinu.“

Uglan færir þetta svolítið í stílinn, en hitt er staðreynd að spilið skóp 17 stiga sveiflu í undanúrslitaleik Sviss og Bandaríkjanna í Marrakesh. Pierre Zimmermann varð sagnhafi í 4♠ öðrum megin og fékk út lítið lauf frá Jeff Meckstroth. Zimmermann stakk upp ás og Zia í austur trompaði! Vörnin tók strax fjóra slagi í viðbót: tvo á tígul, laufkóng og aðra stungu. Tveir niður. Hinum megin kom Jacek Kalita út með tromp gegn 6♠ og Brad Moss fékk alla slagina þrettán. Fimm slaga útspil.

„Af hverju útspilsdoblaði austur ekki slemmuna?“ spurði einhver og fékk svar við hæfi: „Það þarf tvo slagi til að hnekkja sex.“