Bhaskar Gríðarlega hæfileikamikill leikari.
Bhaskar Gríðarlega hæfileikamikill leikari.
Grafin leyndarmál (Unforgotten) er vönduð bresk glæpaþáttasería sem RÚV hefur góðu heilli tekið ástfóstri við og sýnt síðustu misseri. Þættirnir snúst um gömul morð sem leysast ekki fyrr en áratugum seinna

Kolbrún Bergþórsdóttir

Grafin leyndarmál (Unforgotten) er vönduð bresk glæpaþáttasería sem RÚV hefur góðu heilli tekið ástfóstri við og sýnt síðustu misseri. Þættirnir snúst um gömul morð sem leysast ekki fyrr en áratugum seinna. Nú sýnir RÚV fjórðu þáttaröðina og þar fannst hauslaust og handleggjalaust lík sem tókst að bera kennsl á.

Í hlutverkum leynilögreglumannanna eru dásamlegir leikarar, Nicola Walker og Sanjeev Bhaskar, sem skapa einstaklega trúverðugar persónur. Í hlutverkum sínum eru þau oft ansi áhyggjufull á svip, næstum eins og persónur úr norrænum drungalegum glæpaþætti þar sem enginn sér ástæðu til að brosa af því lífið er svo ömurlegt. Walker og Bhaskar skapa samt svo viðkunnanlegar persónur að maður fyrirgefur þeim allnokkurn skort á lífsgleði. Persónur þeirra eru náttúrlega í erfiðu starfi, það hlýtur að taka á að vera svo að segja alla daga í leit að morðingja.

Nú eru tveir þættir eftir og nokkrar persónur liggja undir grun um að bera ábyrgð á örlögum höfuðlausa líksins. Nú er komið að uppgjöri og búast má við að síðustu tveir þættinir verði tíðindamiklir. Maður hlakkar til næstu þriðjudagskvölda.