Krambúð Þórður Reynisson frá Nær, Jón Pálmi Guðmundsson frá Urriðaholti, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Haukur Benediktsson Krambúðinni.
Krambúð Þórður Reynisson frá Nær, Jón Pálmi Guðmundsson frá Urriðaholti, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Haukur Benediktsson Krambúðinni. — Ljósmynd/Samkaup
Krambúð verður opnuð í Urriðaholtinu um miðjan september, í húsnæði þar sem áður var verslunin Nær. Verslunin verður græn, eins og það er orðað í tilkynningu frá Krambúðinni, sem þýðir m.a. að allir kælar verða lokaðir og keyrðir á rafmagni í stað freons

Krambúð verður opnuð í Urriðaholtinu um miðjan september, í húsnæði þar sem áður var verslunin Nær. Verslunin verður græn, eins og það er orðað í tilkynningu frá Krambúðinni, sem þýðir m.a. að allir kælar verða lokaðir og keyrðir á rafmagni í stað freons. Þá verður LED-lýsing í allri búðinni, allt sorp flokkað og verðmiðar stafrænir.

„ Allt er þetta gert til þess að draga úr kolefnisspori verslunarinnar, sem rímar vel við sjálfbærnistefnu Urriðaholts þar sem unnið er með sjálfbæra þróun, fjölbreytileika og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni en afgreiðslutími verslunarinnar verður frá klukkan átta á morgnana til hálftólf á kvöldin.

Samkaup eiga og reka Krambúðirnar. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, segir sérlega ánægjulegt að opna þessa verslun í Urriðaholtinu, enda sé hverfið í mikilli uppbyggingu. „Okkur finnst þetta sérstaklega spennandi kostur þar sem hverfið er vistvottað og munum við leggja okkur fram við að taka þátt í þeirri vegferð með því að hafa verslunina eins sjálfbæra og hægt er,“ segir Gunnur Líf enn fremur í tilkynningunni.