Bókaútgáfurnar Benedikt og Una útgáfuhús renna nú saman í eitt undir nafni Benedikts. Guðrún Vilmundardóttir verður áfram útgefandi og eigandi og Einar Kári Jóhannsson nýr ritstjóri. „Útgáfurnar hafa dafnað vel hvor í sínu lagi en sjá með…

Bókaútgáfurnar Benedikt og Una útgáfuhús renna nú saman í eitt undir nafni Benedikts. Guðrún Vilmundardóttir verður áfram útgefandi og eigandi og Einar Kári Jóhannsson nýr ritstjóri. „Útgáfurnar hafa dafnað vel hvor í sínu lagi en sjá með sameiningu fram á enn blómlegri tíma og stærri faðm fyrir fleiri framúrskarandi höfunda,“ segir í tilkynningu frá útgefendunum.

Meðal höfunda Benedikts má nefna Auði Övu Ólafsdóttur, Jón Kalman Stefánsson og Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Una útgáfuhús hefur kynnt til leiks nýja höfunda af yngri kynslóð, meðal annars Maríu Elísabetu Bragadóttur, Júlíu Margréti Einarsdóttur og Brynjólf Þorsteinsson, og verðlaunaljóðskáld á borð við Brynju Hjálmsdóttur og Natöshu S.