Lögregla Færri brot voru tilkynnt um helgar í sumar en í fyrra.
Lögregla Færri brot voru tilkynnt um helgar í sumar en í fyrra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Færri brot voru tilkynnt til lögreglu í sumar en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða tölur sem lögreglan tók saman um tilkynnt brot um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, og hefur birt í nýrri skýrslu

Færri brot voru tilkynnt til lögreglu í sumar en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða tölur sem lögreglan tók saman um tilkynnt brot um helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, og hefur birt í nýrri skýrslu. Heildarfjöldi tilkynntra brota til lögreglu um helgar í sumar var 4.864, eða 5% færri en í fyrra.

Flest brot voru þjófnaðir, 528 talsins, en 334 brot vegna aksturs án ökuréttinda voru tilkynnt. Eignaspjöll voru 407 talsins, tilvik ölvunaraksturs 342 og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða lyfja voru 285. Þá voru minni háttar líkamsárásir alls 286. Líkamsárásir og -meiðingar voru 9% fleiri en yfir sama tímabil í fyrra og eignaspjöll 18% fleiri. Rúmlega þriðjungi færri kynferðisbrot voru tilkynnt yfir tímabilið samanborið við síðustu tvö ár þar á undan.

Í tilkynningu frá lögreglu er tilgreint að skoðuð hafi verið þróun nokkurra tegunda brota, þar á meðal líkamsárása/-meiðinga, kynferðisbrota, innbrota, þjófnaða og eignaspjalla. „Sjá má að tilkynningar um þjófnað voru færri um helgar í ár en síðustu tvö ár. Þá voru innbrot um helgar fjórðungi færri en í fyrra. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um líkamsárásir og -meiðingar um 9% frá því í fyrrasumar og eignaspjöll um 18%. Þá var tilkynnt um færri kynferðisbrot en síðustu 2 ár (yfir þriðjungi færri), en 44 tilkynningar bárust lögreglu á þessu tímabili í samanburði við um 70 tilkynnt brot síðustu 2 ár á undan. Fyrirvari er við þá tölu, þar sem þróun síðustu ára hefur verið sú að um helmingur þessara brota er tilkynntur a.m.k. meira en 3 vikum eftir að brotið átti sér stað og um þriðjungur a.m.k. hálfu ári síðar.