Fyrstu tónleikar haustsins í tónleikaröðinni Tónlistarnæringu fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, kl. 12.15. „Að þessu sinni flytja hinn ofurhressi barítón Jón Svavar Jósefsson og píanóleikarinn Guðrún Dalía íslensk…

Fyrstu tónleikar haustsins í tónleikaröðinni Tónlistarnæringu fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, miðvikudag, kl. 12.15. „Að þessu sinni flytja hinn ofurhressi barítón Jón Svavar Jósefsson og píanóleikarinn Guðrún Dalía íslensk lög með gamanívafi í bland við fallegar óperuaríur,“ segir í viðburðarkynningu. Tónleikarnir eru um 30 mínútur að lengd og er aðgangur ókeypis.