Meðal málbreytinga á síðustu áratugum er sú að fleirtala færir sig upp á skaftið: vínin, ilmirnir, orðrómarnir og húsnæðin

Meðal málbreytinga á síðustu áratugum er sú að fleirtala færir sig upp á skaftið: vínin, ilmirnir, orðrómarnir og húsnæðin. Báðir, báðar og bæði hafa lengstum verið höfð um tvennt sem hvort um sig er eintala: bæði börnin, báðir bílarnir, en hvor tveggja um fleirtöluorð: hvorar tveggja mæðgurnar, hvorir tveggja tónleikarnir.