Presley Sofia Coppola og Priscilla á rauða dreglinum á mánudaginn.
Presley Sofia Coppola og Priscilla á rauða dreglinum á mánudaginn. — AFP/Gabriel Bouys
Bíógestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum risu úr sætum og klöppuðu leikstjóranum Sofiu Coppola, Priscillu Presley og leikhópi kvikmyndarinnar Priscilla, lof í lófa í heilar 7 mínútur að frumsýningu lokinni í fyrradag

Bíógestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum risu úr sætum og klöppuðu leikstjóranum Sofiu Coppola, Priscillu Presley og leikhópi kvikmyndarinnar Priscilla, lof í lófa í heilar 7 mínútur að frumsýningu lokinni í fyrradag. Variety greinir frá.

Kvikmyndin segir frá hjónabandi Priscillu og Elvis Presley þegar halla fer undan fæti í lífi kóngsins. Þegar hér er komið sögu er Elvis háður svefnlyfjum, skapstór og stjórnsamur á líf eiginkonu sinnar.

Í viðtali við blaðamenn fyrir frumsýninguna sagðist Priscilla skilja að fólki finnist það óeðlilegt að Elvis hafi orðið ástfanginn af henni þegar hún var aðeins 14 ára gömul. Samband þeirra hafi hins vegar aldrei snúist um kynlíf og þau ekki stundað kynlíf fyrr en mörgum árum síðar. Hún hafi verið bráðþroska og Elvis hafi átt auðvelt með að trúa henni fyrir leyndarmálum sínum og andlegum áskorunum. Þau hafi fyrst og fremst verið sálufélagar.