Fjármálaráðherra segir afkomuna betri en nokkur þorði að vona.
Fjármálaráðherra segir afkomuna betri en nokkur þorði að vona. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega 100 ma.kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um 50 ma.kr. betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022

Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 reyndist tæplega 100 ma.kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022 og um 50 ma.kr. betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Þannig var heildarafkoman neikvæð um tæpa 89 ma.kr., í stað þeirra 186 ma.kr. sem áætlaðir voru í fjárlögum. Þá er frumjöfnuður orðinn jákvæður um 6,7 milljarða króna en var áætlaður neikvæður um 131 milljarð króna samkvæmt samþykktum fjárlögum – og er þannig tæplega 138 milljörðum betri.

„Afkoman er langtum betri en nokkur þorði að vona fyrir aðeins örfáum misserum. Það dregur jafnt og þétt úr hallarekstri, auk þess sem skuldahlutföll ríkissjóðs hafa þróast með mjög jákvæðum hætti. Við erum á réttri leið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um niðurstöður ríkisreiknings.