Svefnlausir menn græddu á að lesa greinar Bjørns Lomborgs

Bjørn Lomborg skrifar vitrænar greinar um „hamfarahlýnun“. „Það er næstum því öruggt,“ segir Björn í grein í Morgunblaðinu sem birtist í gær, „að lofthiti hækkar að sumarlagi og alveg öruggt að þegar það gerist muni boðberar hamfarahlýnunar matreiða ofan í okkur nýjar sögur af lífshættulegum hitahjúpum, skógareldum sem boða heimsendi og syndaflóðum af síðum biblíunnar. Allri sök er lóðbeint skellt á hlýnun jarðar. Samt er það þannig að gögnin sem eiga að styðja þetta samhengi eru oft sérvalin og fyrirhuguð viðbrögð stjarnfræðilega gagnslaus.“ Og síðar segir: „Um allan heim hafa ríkisstjórnir lofað að ná núlli í kolefnalosun fyrir meira en 5,6 trilljónir bandaríkjadala árlega. Skelkaðir jarðarbúar munu auðvitað vera líklegir til að kalla eftir því að ímyndað öryggi slíkrar stefnu verði tryggt. En þessar boðuðu aðgerðir gera afskaplega lítið til að takast á við andlát vegna hita og kulda.“ Færir Bjørn sannfærandi rök fyrir þeirri fullyrðingu.

Annað dæmi nefnir Bjørn: „Samhliða metum í hitastigi birtust skelfilegar myndir af skógareldum á forsíðum í sumar. Auðveldlega væri hægt að fá það á tilfinninguna að öll plánetan stæði í björtu báli. Raunveruleikinn er samt sá að frá því að gervihnettir NASA byrjuðu að skrá elda nákvæmlega á öllu yfirborði jarðarinnar fyrir tveimur áratugum hefur orðið umtalsverð fækkun skógarelda. Í upphafi tuttugustu aldar brunnu 3% af flatarmáli heimsins á hverju ári. Á síðasta ári brunnu 2,2% af flatarmáli heims, sem er nýtt lágmark. Samt yrði vandkvæðum háð að finna fréttir af því nokkurs staðar.“