Gunnar Ásgrímsson
Gunnar Ásgrímsson
Samband ungra framsóknarmanna, SUF, hélt sambandsþing sitt á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar var ný stjórn SUF kjörin og nýr formaður er Gunnar Ásgrímsson, 23 ára Skagfirðingur frá Sauðárkróki. Fráfarandi formaður, Unnur Þöll Benediktsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram eftir tveggja ára formennsku

Samband ungra framsóknarmanna, SUF, hélt sambandsþing sitt á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar var ný stjórn SUF kjörin og nýr formaður er Gunnar Ásgrímsson, 23 ára Skagfirðingur frá Sauðárkróki. Fráfarandi formaður, Unnur Þöll Benediktsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram eftir tveggja ára formennsku.

Gunnar stundar nám í kennslufræði við Háskóla Íslands og starfar sem stuðningsfulltrúi í Háteigsskóla. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi Framsóknarflokksins og innan SUF síðan 2018 og síðustu þrjú árin setið í framkvæmdastjórn SUF, fyrst sem ritari en síðustu tvö ár sem varaformaður undir formennsku fráfarandi formanns.

Í tilkynningu SUF segir m.a. að mörg deilu- og hitamál hafi verið rædd á þinginu, þar á meðal útlendingamál, samgöngusáttmáli, heilbrigðismál, menntamál og hvalveiðar.

Auk Gunnars í nýrri stjórn SUF eru Ágúst Guðjónsson, Berglind Sunna Bragadóttir, Díana Íva Gunnarsdóttir, Hafdís Lára Halldórsdóttir, Heiðdís Geirsdóttir, Hrafn Splidt Þorvaldsson, Inga Berta Bergsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson, Mikael Jens Halldórsson, Ólöf Rún Pétursdóttir, Skúli Bragi Geirdal og Urður Björg Gísladóttir.