— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri kíkti á dögunum í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um komandi leikhúsár en að hennar sögn er kynlíf, geimurinn, litgreining, hjálparsveit barna og upploginn …

Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri kíkti á dögunum í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um komandi leikhúsár en að hennar sögn er kynlíf, geimurinn, litgreining, hjálparsveit barna og upploginn búfjársjúkdómur meðal þess sem ratar á fjalir Borgarleikhússins í vetur. Þá segir Brynhildur að árið verði einstaklega glæsilegt og kraftmikið enda séu sýningarnar fullar af ákveðnum baráttuanda.

Viðtalið við Brynhildi í heild sinni má nálgast á K100.is.