[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rannsóknin leiddi í ljós að hærra hlutfall kvenna en karla tekur þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. „Í byrjun var hlutfall karla hærra, en það breyttist á árunum 2003 til 2005,“ útskýrir Rannveig og tekur undir að þetta kunni að þykja…

Rannsóknin leiddi í ljós að hærra hlutfall kvenna en karla tekur þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. „Í byrjun var hlutfall karla hærra, en það breyttist á árunum 2003 til 2005,“ útskýrir Rannveig og tekur undir að þetta kunni að þykja stangast á við þá staðreynd að þátttakan er minni hjá fólki í hlutastarfi og með lægri tekjur, enda vinni hærra hlutfall kvenna en karla í hlutastarfi og konur séu almennt með lægri laun en karlar. „Við teljum að meiri þátttaka kvenna geti einmitt stafað af því að þær vilji nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að bæta sér það upp að vegna lægri tekna eigi þær minni réttindi hjá sínum lífeyrissjóðum en karlarnir. Konur geta líka vænst þess að lifa lengur og þurfa því að framfleyta sér lengur á eftirlaunum. Oft hætta þær einnig fyrr að vinna, m.a. af heilsufarsástæðum, sem kann að hvetja þær til að vera duglegri að leggja fyrir.“