Friðgeir Einarsson
Friðgeir Einarsson
Útvarpsleikritið Sjálfsalinn eftir leikhópinn Kriðpleir er tilnefnt til ljósvakaverðlaunanna Prix Europa. Friðgeir Einarsson, einn þriggja meðlima Kriðpleirs, segir frá því á Facebook að hann og Ragnar Ísleifur Bragason hafi verið að bera þvottavél…

Útvarpsleikritið Sjálfsalinn eftir leikhópinn Kriðpleir er tilnefnt til ljósvakaverðlaunanna Prix Europa. Friðgeir Einarsson, einn þriggja meðlima Kriðpleirs, segir frá því á Facebook að hann og Ragnar Ísleifur Bragason hafi verið að bera þvottavél upp stigagang þegar fréttirnar bárust þeim. Verðlaunahátíð Prix Europa fer fram í Berlín í Þýskalandi 22.-27. október. Þriðji meðlimur Kriðpleirs er Árni Vilhjálmsson.