Heimkoma Styttan af Héðni Valdimarssyni var hífð upp á stöpulinn við Hringbraut fyrir hádegi í gær. Sex ár eru síðan hún var tekin niður.
Heimkoma Styttan af Héðni Valdimarssyni var hífð upp á stöpulinn við Hringbraut fyrir hádegi í gær. Sex ár eru síðan hún var tekin niður. — Morgunblaðið/Eggert
Styttan af Héðni Valdimarssyni var sett aftur á sinn stað við Hringbraut í Reykjavík í gærmorgun. Styttan var tekin niður árið 2017 en hún var í slæmu ásigkomulagi og þarfnaðist viðgerðar. Þegar styttan var tekin niður stóð upphaflega aðeins til að laga stöpulinn undir henni

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Styttan af Héðni Valdimarssyni var sett aftur á sinn stað við Hringbraut í Reykjavík í gærmorgun. Styttan var tekin niður árið 2017 en hún var í slæmu ásigkomulagi og þarfnaðist viðgerðar.

Þegar styttan var tekin niður stóð upphaflega aðeins til að laga stöpulinn undir henni. Var Héðinn settur í geymslu á Árbæjarsafni og stóð til að vaxbera styttuna. Við skoðun kom hins vegar í ljós að festingar og boltar inni í henni voru mikið ryðguð svo að ráðast þurfti í viðgerð. Danskur sérfræðingur var fenginn í verkið. Sá lýsti því yfir að mesta mildi væri í raun að styttan hefði ekki hrunið, svo illa var hún farin.

Verkið hefur tafist af ýmsum orsökum og reynst kostnaðarsamt. Eigandi styttunnar er Húsfélag alþýðu sem samanstendur af íbúum verkamannabústaðanna gömlu. Félagið fékk fyrir nokkrum árum eina milljón króna í styrk frá húsafriðunarsjóði vegna verksins.

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon