Dýr Eins og hundar og kettir.
Dýr Eins og hundar og kettir.
Um 54% þjóðarinnar eru hlynnt því að leyfa katta- og hundahald í fjölbýli án skilyrðis 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang, 13% eru hlutlaus og 33% eru andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 29

Um 54% þjóðarinnar eru hlynnt því að leyfa katta- og hundahald í fjölbýli án skilyrðis 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang, 13% eru hlutlaus og 33% eru andvíg.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 29. júní til 17. júlí síðastliðinn. Þar voru Íslendingar spurðir tveggja spurninga um dýrahald: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Átt þú hund(a) eða kött/ketti?“