Norður ♠ G8753 ♥ D92 ♦ Á3 ♣ K73 Vestur ♠ KD64 ♥ K73 ♦ 72 ♣ 10965 Austur ♠ 109 ♥ G10 ♦ G10964 ♣ ÁG84 Suður ♠ Á2 ♥ Á8654 ♦ KD85 ♣ D2 Suður spilar 3G

Norður

♠ G8753

♥ D92

♦ Á3

♣ K73

Vestur

♠ KD64

♥ K73

♦ 72

♣ 10965

Austur

♠ 109

♥ G10

♦ G10964

♣ ÁG84

Suður

♠ Á2

♥ Á8654

♦ KD85

♣ D2

Suður spilar 3G.

Hvað var Terje Aa að hugsa? Ekki gott að segja, en Gölturinn giskar á að alræmd tölfræðiregla hafi blandast inn í þankagang Norðmannsins. Spilið er frá fyrstu lotu HM-úrslitaleiks Noregs og Sviss í Marrakesh. Terje opnaði á sterku grandi og varð svo sagnhafi í 3G. Út kom lauftía – lítið, lítið og drottning. Svo hjartaás og hjarta að blindum.

Spilið vinnst með því að fara upp með hjartadrottninguna, en Terje lét lítið hjarta úr blindum og austur fékk slaginn á gosann. Einn niður.

Málið snýst um tíu austurs, sem kom í hjartaásinn. Var tían frá ♥G10 eða ♥K10? Tölfræðireglan um „takmakað val“ segir að hið síðarnefnda sé tvöfalt líklegra, því austur getur sett hvort heldur tíu að gosa frá G10 en frá K10 verður hann að láta tíuna. Hann hefur ekkert val. „Og þetta veit Terje jafn vel og ég,“ segir Gölturinn.