Helg Houses of the Holy frá 1973 er fimmta breiðskífa Led Zeppelin.
Helg Houses of the Holy frá 1973 er fimmta breiðskífa Led Zeppelin.
Plötuumslag undirritað af öllum fjórum meðlimum bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin seldist á dögunum á uppboði fyrir 15.000 pund, eða rúmar 2,5 milljónir króna, þrátt fyrir að sjálfa vínilplötuna vantaði

Plötuumslag undirritað af öllum fjórum meðlimum bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin seldist á dögunum á uppboði fyrir 15.000 pund, eða rúmar 2,5 milljónir króna, þrátt fyrir að sjálfa vínilplötuna vantaði. Umslagið sem um ræðir er fyrir fimmtu plötu rokksveitarinnar, Houses of the Holy, sem kom út árið 1973 og inniheldur m.a. hið vinsæla „D’yer Mak’er“. Seljandinn mun hafa hitt hljómsveitina fyrir tilviljun á Gatwick-flugvelli árið 1977. Plötur áritaðar af öllum meðlimum Led Zeppelin eru mjög sjaldgæfar en hljómsveitin lagði upp laupana í kjölfar andláts trommarans Johns Bonhams árið 1980. Er talið að færri en 30 eintök séu til í veröldinni.