Baráttukona Fran Drescher forseti stéttarfélags leikara í Bandaríkjunum.
Baráttukona Fran Drescher forseti stéttarfélags leikara í Bandaríkjunum. — AFP/Frazer Harrison
Atkvæðagreiðsla er hafin þar sem kosið er um hvort stéttarfélag leikara í Bandaríkjunum heimili verkfall í störfum þeirra fyrir tölvuleikjaframleiðendur. Stendur hún til 25. september. BBC segir frá

Atkvæðagreiðsla er hafin þar sem kosið er um hvort stéttarfélag leikara í Bandaríkjunum heimili verkfall í störfum þeirra fyrir tölvuleikjaframleiðendur. Stendur hún til 25. september. BBC segir frá. Ástæðan er að viðræður milli SAG-AFTRA (stéttarfélags leikara) og fyrirtækja á borð við Activision og Electronic Arts eru sigldar í strand. Snýst deilan um launahækkanir og takmörkun á notkun gervigreindar. „Gervigreindin stofnar lífsviðurværi okkar í hættu með því að skerða möguleika okkar til að vinna,“ sagði forseti sambandsins, Fran Drescher. Leikarar í Hollywood hafa verið í verkfalli síðan 13. júlí að því er snýr að helstu sjónvarps- og kvikmyndaframleiðendum þar vestra.