Það er ekki langt síðan í vor, en skólarnir eru komnir aftur af stað og til þess ætlast að allt gangi smurt fyrir sig á þeim bænum. En skólar eru ekki venjulegir vinnustaðir þar sem hlutirnir eru í föstum skorðum allan ársins hring

Það er ekki langt síðan í vor, en skólarnir eru komnir aftur af stað og til þess ætlast að allt gangi smurt fyrir sig á þeim bænum.

En skólar eru ekki venjulegir vinnustaðir þar sem hlutirnir eru í föstum skorðum allan ársins hring.

Langt því frá: langt sumarhlé, nýir nemendur, rót á kennaraliði þar sem sótt er í að fá starfsfólkið til annarra (sumar)starfa, og yfirleitt mikil starfsmannavelta hefur neikvæð áhrif. Þetta getur minnkað samkenndina í starfsmannaliðinu og skaðað líðan heildarinnar.

Ofurmannlegar kröfur á hendur kennurum, sem eiga að geta sinnt öllum þörfum kerfisins, þrátt fyrir kennaraskort, mygluvandamál og þar af leiðandi flutning starfsins milli hverfa, öryggisleysi og önnur vandamál, geta leitt til alvarlegs bakslags í skólastarfi, bæði persónulega og fyrir menntunina í landinu til langframa. Eru kennarar nokkurn tíma spurðir hvernig þeim líði í starfi?

Stjórnvöld mættu vera raunsærri í þróunarvinnunni og sníða sér stakk eftir vexti.

Sunnlendingur