Reynir Ingi Árnason framkvæmdastjóri Expectus.
Reynir Ingi Árnason framkvæmdastjóri Expectus. — Ljósmynd/Expectus
Hagnaður ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus nam í fyrra 80 m.kr. og dróst saman um 11 m.kr. frá fyrra ári, skv. ársreikningi Expectus fyrir árið 2022. Rekstrartekjur félagsins námu 518 m.kr

Hagnaður ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus nam í fyrra 80 m.kr. og dróst saman um 11 m.kr. frá fyrra ári, skv. ársreikningi Expectus fyrir árið 2022.

Rekstrartekjur félagsins námu 518 m.kr. og hækkuðu úr 444 m.kr. frá árinu 2021. Rekstrarhagnaður á síðasta ári var 101 m.kr. Eignir félagsins námu 249 m.kr. og stóðu í stað milli ára. Eigið fé félagsins var 107 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið var 43% og lækkaði úr 45,8% frá árinu áður. Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 80 m.kr. í arð til hluthafa en þeir voru nítján í lok ársins.