Íslandsmeistarar Valur er ríkjandi meistari eftir sigur gegn ÍBV í vor.
Íslandsmeistarar Valur er ríkjandi meistari eftir sigur gegn ÍBV í vor. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
FH er spáð efsta sætinu í úrvalsdeild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni. Spáin var opinberuð á Grand hóteli í Reykjavík í gær en FH fékk 391 stig af 395 stigum mögulegum í spánni

FH er spáð efsta sætinu í úrvalsdeild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni. Spáin var opinberuð á Grand hóteli í Reykjavík í gær en FH fékk 391 stig af 395 stigum mögulegum í spánni. Val er spáð öðru sætinu, bikarmeisturum Aftureldingu því þriðja og Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sætinu. Þá er nýliðum HK og Víkings spáð falli.

Kvennamegin er Íslandsmeisturum Vals spáð efsta sætinu en liðið fékk 167 stig af 168 stigum mögulegum. Haukum er spáð öðru sætinu, bikarmeisturum ÍBV því þriðja og Fram fjórða sæti. ÍR er spáð áttunda og neðsta sætinu og Aftureldingu því sjöunda. Tímabilið karlamegin hefst á morgun með þremur leikjum en kvennamegin á laugardaginn með fjórum leikjum.

Í 1. deild karla er ÍR og Herði spáð efstu tveimur sætunum en þar hefst tímablið 23. september með heilli umferð. Í 1. deild kvenna er Selfossi og Gróttu spáð efstu sætunum og þar hefst tímabilið 22. september með tveimur leikjum.