— AFP
Þau Ace og Speedy úr Harlem Globetrotters mættu eldspræk í hljóðver K100 í morgun til að ræða við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um heimsókn þeirra til Íslands en þau eru hér stödd til að leika listir sínar þann 17

Þau Ace og Speedy úr Harlem Globetrotters mættu eldspræk í hljóðver K100 í morgun til að ræða við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um heimsókn þeirra til Íslands en þau eru hér stödd til að leika listir sínar þann 17. september í Laugardalshöllinni. Er ferðin hingað til lands hluti af heimsreisu sem þau eru nú í.

Harlem Globetrotters komu fyrst til Íslands árið 1982 en þau Ace og Speedy segja það fallegasta við sýninguna að hún sé hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Viðtalið í heild sinni má sjá á K100.is.